Stefna

Hjá okkur snýst allt um djúpa greiningu á fyrirtækjum, vel skilgreinda fjárfestingastefnu sem við fylgjum og ríka áherslu á að lágmarka áhættu.

Markmiðið er stöðug langtímaávöxtun í gæðafyrirtækjum sem hafa borð fyrir báru ef umhverfi þeirra og markaðsaðstæður breytast. Við viljum eignir sem hafa sem mesta stjórn á virðiskeðju sinni, búa við viðráðanlegar skuldir, sterkt sjóðstreymi og greiða reglulega út arð til hluthafa sinna.

Rannsóknir og áreiðanleikakannanir eru lykilatriði – við köfum djúpt í fjármál, stjórnun og markaðsþróun.

Við endurmetum eignir sjóðsins reglulega og bregðumst við breytingum á markaði. Það er þó rík áhersla hjá okkur að velja eignir sjóðsins vel í upphafi og eiga þær til langs tíma. Við viljum lágmarka viðskipti sjóðsins og með því lágmarka kostnað. Sjóðurinn hefur ekki heimild til lántöku.

Við erum í langhlaupi sem krefst úthalds, þrautseigju og trausts. Það tekst með sterku og nánu sambandi við stjórnendur eigna sjóðsins og hluthafa sjóðsins. Við miðlum öllum upplýsingum til hlutahafa sjóðsins hvort sem niðurstöður þeirra eru jákvæðar eða neikvæðar.

Við fylgjum lögum og reglum og fylgjumst með breytingum á reglugerðum á sama tíma og við leitumst við að bæta stöðugt ferla sjóðsins.

Ef þú ert þolinmóður fjárfestir og langar til að fá innsýn inn í rekstur fjárfestingasjóðs, ert tilbúinn í samtalið þá er Spakur Invest staður fyrir þig og þitt fjármagn. Við höfum eitt markmið og það er að ávaxta ríkulega fjármagn sjóðsins.

Lykiltölur

Lykilstærðir 29.des 2023

Stofnár 2021
Stærð sjóðsins USD 7.979.954
Nafnávöxtun 12,16% frá upphafi
Nafnávöxtun 2023 17,48%
Fjöldi eigna 13
Stofnár eigna að meðaltali 1943
Meðal markaðsstærð eigna 20,1 milljarður USD

Árangur Spaks Invest 29. des 2023 í %

Árleg arðsemi (annualized rate of return) 4,05%
Besti mánuður í arðsemi; janúar 12.81%
Versti mánuður í arðsemi; október -9,08%
Meðal arðsemi á mánuði yfir árið 1,35%

Skipting eignasafns 29. des 2023

Neytendavara (Defensive) 8.5%
Neytendavara (Cyclical) 25.0%
Fjármálafyrirtæki 29.2%
Iðnaðarfélög 10.1%
Fasteignafélög 11.1%
Veitur 1.0%
Hrávara 14.1%
Reiðufé 0.9%

Landfærðileg skipting

Skráning fyrirtækis eftir landi %
Bandaríkin 77,2%
Bretland 22,8%

Um sjóðinn

Rekstrarfélag Spakur Finance sf.
Heiti sjóðs Spakur Invest hf.
Eignaflokkur Skráð hlutabréf
Sjóðsform Sérhæfður sjóður
Sjóðstjóri Helga Viðarsdóttir
Helga@spakur.is
Stofndagur 1. janúar 2021

Viðskipti

Uppgjörstími 2 viðskiptadagar
Grunnmynt sjóðs USD
Gjald við kaup 1,50%
Gjald við sölu
Umsýsluþóknun reiknuð inn í gengi 2,00%
Árangurstengd þóknun