Hið sígilda spakmæli að sagan endurtaki sig, var sannað á nýjan leik í bandarísku forsetakosningunum. Trump hefur nú verið kjörinn forseti í annað sinn. Spurningin núna er hvort sagan muni einnig endurtaka sig á mörkuðum, líkt og eftir kjör hans 2016.
Þegar Trump náði kjöri fyrir átta árum síðan styrkist Dow Jones hlutabréfavísitalan um 5% á einum mánuði og um 9% það ár.
Bandaríkin voru samt á eilítið öðrum stað í nóvember 2016. Þá voru verðbólga og vextir við núllið og bandarísk fyrirtæki voru önnum kafin við að útvista (off-shoring) framleiðslukeðjum sínum til Asíu. Nú blasir við breytt mynd. Covid faraldurinn, stríðsátök og spenna á bandarískum vinnnumarkaði hafa vitaskuld gerbreytt stöðunni. Vextir og verðbólga eru núna mun hærri og fyrirtæki vestra eru í óða önn að ná stjórn á eigin framleiðslukeðjum (on-shoring) eða færa þær til vinveittra ríkja (friend-shoring).
Spakur Invest hefur lengi haft mikla trú á bandarísku hagkerfi enda með 90% af eignum sínum í skráðum hlutabréfum þar vestra og er sjóðurinn gerður upp í bandaríkjadollurum. Og eins og áður segir – hefur sagan tilhneigingu til þess að endurtaka sig.
Amerískur vísundur í Grand Teton þjóðgarðinum í Wyoming.