Spakur Invest hf. hefur á fyrstu sjö mánuðum ársins 2025 skilað 28,64% ávöxtun. Þetta er afar jákvæð frammistaða í samanburði við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, þar sem S&P 500 vísitalan hefur hækkað um 8,36% frá áramótum.
Sjóðurinn leggur áherslu á langtímafjárfestingar í gæða fyrirtækjum sem búa yfir skýru og varanlegu samkeppnisforskoti.
