Aðalfundur Spaks Invest hf. var haldinn fimmtudaginn 2. maí síðastliðin. Núverandi stjórn sjóðsins var endurkjörin. Eignir sjóðsins námu alls 1,12 milljörðum króna í lok síðasta árs en gengi sjóðsinns hækkaði um 17,53% árið 2023 eftir allan kostnað og hagnaður sjóðsins nam 187 m.kr.

Stjórnina skipa Björn Ágúst Björnsson sem einnig er stjórnarformaður, Steinunn Guðbjartsdóttir, Halldór H. Jónsson, María Þórsdóttir og Helga Viðarsdóttir. Framkvæmdastjóri og jafnframt sjóðstjóri er Helga Viðarsdóttir. Svava Sól Matthíasdóttir var nýlega ráðin til starfa sem lögfræðingur Spaks Invest hf.

Spakur Invest er hlutabréfasjóður sem leggur áherslu á langtímaávöxtun í skráðum fyrirtækjum með sterkan undirliggjandi rekstur og skýrt samkeppnisforskot. Fjárfestingar sjóðsins beinast aðalega að Bandaríkjunum og eru byggðar á vönduðu virðismati.

Hægt er fá nánari upplýsingar um sjóðinn  á www.spakur.is